Vinnusmiðja

Áttu flík sem:

  • Passar þér ekki lengur en þig langar að nota?
  • Þú hefur keypt en lítið sem ekkert notað?
  • Þig langar að „poppa upp“?

Í vinnusmiðju förum við saman í hugmyndaflæði varðandi hverja einustu flík. Við hjálpumst að við að finna skemmtilegar lausnir á breytingum fatanna og förum í gegnum ferlið „hugmyndaflæði – flokkun – greining – val – framkvæmd“ 

Þegar besta hugmyndin hefur verið mótuð, breytir þú flíkinni í einstaka „nýja, notaða flík“ sem enginn annar en þú átt. Markmiðið er að þátttakendur virki sitt eigið hugmyndaflæði og sjáflstraust til að halda áfram að endurnýta og breyta flíkum í fataskápnum í stað þess að henda.

Vinnusmiðjan er í eitt skipti í senn og stendur yfir í 4klst. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ljúki sínu verki á þessum tíma. Fjöldi á vinnusmiðjuna er hámark 8 manns og tilboðsverð til að byrja með er kr. 12.000 á mann og greiðist við skráningu – Dagsetning og tími er í samráði við þátttakendur/skipuleggjendur.

Þú kemur með saumavél, skæri og 1-2 flíkur sem þú vilt breyta. Ef þú átt efni, endilega taktu þau með þér.

Innifalið í verði:

  • Leiðbeiningar, utanumhald og ráðgjöf
  • Efni fyrir breytingar
  • Tvinni og ýmislegt smotterí

Hægt er að bóka vinnusmiðjur út á land og ég hlakka mikið til að fara á flakk 🙂 Ef þú vilt bóka hjá mér vinnusmiðju fyrir þig og fleiri, hafðu þá samband á netfangið mitt, saumahornsiggu@gmail.com eða í síma 8467915

Hér eru nokkur sýnishorn af fatabreytingum