Saumaheimur Siggu

Saumaheimur Siggu er gagnagrunnur á netinu þar sem finna má allt sem þarf til saumaskapar.

Hægt er að kaupa aðgang að námskeiðinu „Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl“ og eru kaupin bundin í eitt ár í einu, annað hvort með eingreiðslu eða mánaðarlegum greiðslum.

Aðgangur að gagnabanka á netinu veitir þér:

  • Aðgang að íslensku kennsluefni
  • Íslenska kennslu, leiðsögn byggða á reynslu
  • Aðgang að lokuðum Facebookhópi
  • Mánaðarlegar vinnusmiðjur
  • Spurt og svarað í Facebookhópnum
  • 10 spennandi efnisflokka
  • Aðgang að hugmyndabanka varðandi fatabreytingar og endurnýtingu klæða
  • Innsýn í minn reynsluheim í Saumahorninu
  • Stuðning, pepp og félagsskap á netinu

Námsefnið spannar m.a:

Saumavélar, máltöku, sniðgerð, saumaskap, fatabreytingar, viðgerðir, endurhönnun, hugmyndabanka og sértækari saumaskap svo sem rennilása, vasa, hálsmál svo eitthvað sé nefnt.

Saumaheimur Siggu hefur verið opnaður og slóðin er hér https://saumaheimursiggu.teachable.com