Námskeið

Gengur þú um með saumadraum og veist ekki hvar þú átt að byrja?

Hefur þú gengið með flík í huganum en finnur hana hvergi í búðum, hvorki sniðið né litinn sem þig langar í?

Áttu uppáhaldsflík sem er orðin þreytt en fæst ekki lengur?

Hefur þú keypt flík sem þú notar sjaldan eða aldrei?

Áttu flík sem hentar þér ekki lengur en þú vilt gjarnan nota áfram?

Undanfarið hef ég heyrt mikið um að fólk langi til að sauma sína eigin flík. Þetta finnst mér mjög mikilvægt í dag þar sem umhverfismeðvitund og „fast fashion“ fara illa saman – svo finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar fólk þorir að standa út úr hjörðinni í einstökum flíkum, heimasaumuðum flíkum sem enginn annar á. Svo er það alveg einstök tilfinning að vera sjálfstæður í fatastíl, að geta búið til sínar eigin flíkur, það er engu líkt 🙂

Ég býð uppá einstaklingsnámskeið í saumaskap, námskeiðin eru sérsniðin að þínum þörfum og taka eins langan tíma og þér hentar. Ég er kennaramenntuð frá KHÍ og elska að kenna þeim sem áhuga hafa, er hins vegar nánast sjálfmenntuð í saumaskap. Mamma mín var saumakona og hún kenndi mér grunnatriðin sem ég byggi svo alla mína reynslu á. Báðir foreldrar mínir voru handverksfólk, ég er alin upp innan um mikla handverksiðn og lærði snemma mikilvægi vandvirkni, þolinmæði, endurnýtingar og góðra handverka.

Við munum fikra okkur fram í sameiningu, gegnum hvert skref í saumaferlinu, allt frá því að taka mál og velja snið, upp í efnisval, sníðun, saumaskap og frágang þar til flíkin er tilbúin. Við erum mismunandi þegar kemur að saumaskap, það skiptir ekki máli hvar þú ert í þínu saumalífi, ég mæti þér og saman finnum við lausnir 🙂

Verð eru mismunandi, allt eftir því hvað þú vilt koma oft; stakt skipti (2klst) kostar kr. 8.000, ef þú kaupir 5 skipti í einu þá kostar það 35.000kr og ef þú kaupir 10 skipti þá borgar þú fyrir 8 – kr. 64.000.

Ef þú vilt bóka hjá mér námskeið, hafðu þá samband á netfangið mitt, saumahornsiggu@gmail.com eða í síma 8467915