Námskeið

Viltu endurhanna fötin í klæðaskápnum?

Viltu vera með í að vinna gegn fatasóun í góðum félagsskap?

Viltu skapa þinn eigin stíl og ganga um í einstökum flíkum sem enginn annar á?

Ég hef endurnýtt mín eigin föt í mörg ár og hef ákveðið að snúa mér alfarið að því. Þetta finnst mér mjög mikilvægt í dag þar sem umhverfismeðvitund og „fast fashion“ fara illa saman, mér gersamlega blöskrar offramleiðslan á lélegum fatnaði og textíl – að ég tali nú ekki um fatafjöllin í minna þróaðri löndum sem engin not eru fyrir. Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og minnkum í framhaldinu kaup á ódýrum klæðum úr lélegum efnum.

Þegar margir taka mörg lítil skref á mörgum stöðum – þá breytist heimurinn.

Ég er alin upp við það viðhorf að fara vel með hlutina svo þeir endist lengur; að laga það sem hægt er og breyta svo hægt sé að nota lengur. Sjálfri finnst mér gaman að ganga um í einstökum flíkum þannig að auðvitað finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar fólk þorir að standa út úr hjörðinni í heimasaumuðum flíkum sem enginn annar á. Svo er það alveg einstök tilfinning að vera sjálfstæður í fatastíl, að geta búið til sínar eigin flíkur, það er engu líkt 🙂

Mig langar að skapa félagsskap fólks sem hittist, lærir og endurnýtir fötin í klæðaskápnum, setja saman hóp af fólki sem hugsar á svipaðan hátt og hefur áhuga á að kynnast nýju fólki sem er að gera það sama.

Ég býð uppá tvenn konar námskeið:

Námskeið 1 – Grunnnámskeið í Fatabreytingum og endurnýtingu gamalla gæðaefna  

2 mánuðir – 8 þátttakendur – 2x í mánuði 3klst

Fyrsta námskeið hefst mánudaginn 10. janúar, frá kl. 18:30 – 21:30

Þátttakendur vinna með fyrirfram ákveðin grunnatriði í fatabreytingum. Þeir mæta með flík sem hæfir hverju atriði atriði og geta mætt með mismunandi flíkur hvert sinn. Þátttakendur hefja vinnu hvers atriðis á stuttu hugmyndaflæði í minni hópum. Þátttakendur geta unnið áfram með flíkina heima.

Þátttakendur taka með sér skæri, saumavél, saumavélanálar og flíkur til að breyta.

Hvað er í boði?

 • félagsskapur “like-minded” fólks
 • dýpkun á möguleikum fatabreytinga
 • aðstoð í saumaskap
 • sjálfstæði í fatabreytingum
 • sjálfbærni í fatastíl
 • hugmyndaflug
 • hugsa út fyrir boxið

Innifalið í námskeiðsgjaldi:

 • aðstaða, utanumhald og ráðgjöf
 • tvinnar og efnabútar til að nota við breytingar
 • einföld, margnota snið fyrir fatabreytingar
 • tölur, skábönd, rennilásar og blúndur
 • félagsskapur, gleði og gaman
 • Kaffi
 • uppskeruhátíð i lok námskeiðs
 • lokaður hópur á Facebook
 • spurt og svarað á Zoom

Verð kr. 50.000 með möguleika á skiptingu í tvær greiðslur. Með snemmskráningu fyrir 6. desember býð ég uppá þrjár greiðslur í stað tveggja, sem og „Jólastund“ 13. desember, þar sem við hittumst og endurnýtum fyrir jólin.

Námskeið 2 – Saumaklúbbur Siggu – Endurnýting klæða, eitt spor í einu

Námskeið 2 hefst í lok febrúar/byrjun mars 2022

„Saumaklúbbur Siggu“ er félagsskapur fyrir fólk sem hefur lokið Grunnnámskeiði eða hefur reynslu af saumaskap. Framhaldsnámskeiðið er með höfuðáherslu á að virkja sköpun og fara út fyrir þægindarammann þegar kemur að fatabreytingum. Þátttakendur hittast 2x í mánuði og vinna að fatabreytingum og endurnýtingu efna. Reglulegar áskoranir verða og í upphafi hverrar áskorunnar er farið í hugmyndaflæði fyrir efniviðinn og nýtingamöguleika. Á þessu námskeiði geta þátttakendur unnið áfram með flíkina heima og geta komið með eins margar flíkur og þeir vilja. Saumaklúbbur Siggu er fyrir fólk sem vill hittast reglulega, auka hugmyndaflug sitt varðandi endurnýtingu fata og halda félagsskapinn eins lengi og það vill – svona eins og gömlu saumaklúbbarnir þar sem konur hittust og iðkuðu hannyrðir saman, hlógu og skemmtu sér.

Hóparnir verða aðeins tveir, hámark 8 manns í hvorum hópi og munu hittast á tveggja vikna fresti. Vikuna sem hóparnir hittast ekki, býð ég uppá netspjall um fatabreytingar – og annað sem hópurinn vill tala um – köllum það kaffihitting. Markmiðið er að skapa samfélag þeirra sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum gegn fatastóun. Að hittast, efla hugmyndaflug varðandi endurnýtingu á fötum og læra ýmsar aðferðir varðandi breytingar á fötum – og gefa flíkunum í fataskápnum nýtt líf.

Hvað er í boði?

 • samfélag “like-minded” fólks
 • sköpun, hugmyndaauðgi, hönnun
 • sjálfstæði í fatastíl
 • sjálfbærni í fatabreytingum
 • hugsa út fyrir boxið
 • saumaskapur
 • endurnýting, endurhönnun
 • sjálfstæði í fatabreytingum

Þátttakendur taka með sér skæri, saumavélar, saumavélanálar og flíkur til að breyta.

Innifalið í námskeiðsgjaldi:

 • aðstaða, utanumhald og ráðgjöf
 • tvinnar, flíkur og efnabútar til að nota við breytingar
 • tölur, skábönd, rennilásar og blúndur
 • reglulegar áksoranir varðandi fatabreytingar
 • félagsskapur, gleði og gaman
 • kaffi
 • lokaður hópur á Facebook
 • 2x í mánuði – kaffispjall á netinu

Gert er ráð fyrir grunngetu í saumaskap – Verð kr. 25.000 á mánuði og bindingu 4 fyrstu mánuðina – síðan mánaðarleg áskrift.

Ég er kennaramenntuð frá KHÍ og elska að kenna þeim sem áhuga hafa og hef verið að sauma daglega síðustu 13 ár. Mamma mín var saumakona og hún kenndi mér grunnatriðin sem ég byggi svo alla mína reynslu á. Báðir foreldrar mínir voru handverksfólk, ég er alin upp innan um mikla handverksiðn og lærði snemma mikilvægi vandvirkni, þolinmæði, endurnýtingar og góðra handverka. Það sem mér finnst skemmtilegt við fatabreytingar og endurnýtingu er að þá er leyfilegt að kasta saumareglunum svolítið út um gluggann og hleypa hugmyndafluginu inn, opna hugann og prófa sig áfram.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um námskeiðin, hafðu þá samband á netfangið mitt, saumahornsiggu@gmail.com eða í síma 8467915