Námskeið

Viltu vera með í að vinna gegn fatasóun í góðum félagsskap?

Viltu tilheyra skemmtilegu samfélagi fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að nýta textíl, minnka fatasóun og endurskapa klæði sem hafa lokið sínu hlutverki í því formi sem þau voru búin til?

Viltu skapa þinn eigin stíl og ganga um í einstökum flíkum sem enginn annar á?

Mig langar að skapa félagsskap fólks sem hittist, lærir og endurnýtir fötin í klæðaskápnum, setja saman hóp af fólki sem hugsar á svipaðan hátt og hefur áhuga á að kynnast nýju fólki sem er að gera það sama.

Ég býð uppá eftirfarandi námskeið – sum stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði

Grunnnámskeið í fatabreytingum

6 vikur – hámark 8 þátttakendur – 1x í viku 3klst

Nánari upplýsingar hér

Framhaldsnámskeið í fatabreytingum – Endurhönnun

4 mánuðir – hámark 6 þátttakendur – 2x í mánuði 3klst

Nánari upplýsingar hér

Saumaheimur Siggu

Aðgangur að myndböndum og íslensku kennsluefni á netinu

Nánari upplýsingar hér

Helgarpakkinn – Vinnusmiðja

Ein helgi, vinnusmiðja – hámark 8 þátttakendur – 8klst

Nánari upplýsingar hér

Endurnýtum fötin okkar, breytum þeim og bætum – kaupum færri flíkur og minnkum mengun

Ég er alin upp við það viðhorf að fara vel með hlutina svo þeir endist lengur; að laga það sem hægt er og breyta svo hægt sé að nota lengur. Sjálfri finnst mér gaman að ganga um í einstökum flíkum þannig að auðvitað finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar fólk þorir að standa út úr hjörðinni í heimasaumuðum flíkum sem enginn annar á. Svo er það alveg einstök tilfinning að vera sjálfstæður í fatastíl, að geta búið til sínar eigin flíkur, það er engu líkt 🙂

Ég er kennaramenntuð frá KHÍ og elska að kenna þeim sem áhuga hafa og hef verið að sauma daglega síðustu 13 ár. Mamma mín var saumakona og hún kenndi mér grunnatriðin sem ég byggi svo alla mína reynslu á. Báðir foreldrar mínir voru handverksfólk, ég er alin upp innan um mikla handverksiðn og lærði snemma mikilvægi vandvirkni, þolinmæði, endurnýtingar og góðra handverka. Það sem mér finnst skemmtilegt við fatabreytingar og endurnýtingu er að þá er leyfilegt að kasta saumareglunum svolítið út um gluggann og hleypa hugmyndafluginu inn, opna hugann og prófa sig áfram.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um námskeiðin, hafðu þá samband á netfangið mitt, namskeid@saumahornsiggu.is eða í síma 8467915