Myndbönd

Hér getur þú fylgst með lífinu í Saumahorninu, ég er með youtube rás, saumahornsiggu þar sem ég hleð upp alls konar myndböndum. Hérna inn koma svo þau sem mig langar að hafa hér. Verandi kennaramenntuð og almennt áhugasöm um lærdóm þá datt mér í hug að einhver gæti mögulega lært af minni reynslu í saumaskap. Hérna mun ég setja inn myndbönd af því sem ég er að vinna að, og leggja áherslu á að kynna aðferðir og hentug skref í saumaskap. Þetta er sérstaklega miðað að byrjendum og ég vona að þú hafir gaman af 🙂

Allt er þetta ennþá í vinnslu 🙂

Karakterkápurnar eru fyrir þá sem þora – það þarf Kjark og Þor til að klæðast þeim.
Meira um Karakterkápurnar