Karakterkápur

Karakterkápur eru yfirhafnir fyrir þá sem þora! Hver yfirhöfn er einstök og kemur einungis í einu eintaki. Karakterkápurnar eru saumaðar úr gömlum og endurunnum efnum og þær gefa því gömlu framhaldslíf, ásamt því að vinna gegn „fast-fashion“ fyrirbærinu sem er að fara verulega illa með jörðina okkar. Karakterkápurnar endast vel, þær eru tímalausar í útliti og fyrir öll kyn – og þegar tíminn kemur, getur þú komið með kápuna til mín á saumanámskeið og við vinnum eitthvað nýtt uppúr efnunum.

Karakterkápurnar koma í nokkrum sniðum og það bætast ný snið í hópinn af og til. Núna eru Kjarkur, Þor og Galsi í boði og kostar hver karakter 30.000kr beint af slánni. Ef þú vilt vera með í að velja efnin þá kostar Karakterinn 35.000kr

Hægt er að panta Karakterkápu með því að senda mér skilaboð á saumahornsiggu@gmail.com ef þú kemst ekki til mín. Ég sendi hvert á land sem er, meira að segja til útlanda 🙂

Þetta er Kjarkur, axlarstykki og klauf í bakið ❤

Þetta er Þor, klaufar á hliðum og stórir vasar að framan ❤

Þetta er Galsi, klauf í bakið, hetta og innfelldir vasar ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s