Grunnnámskeið í Fatabreytingum

Grunnnámskeið í Fatabreytingum og endurnýtingu gamalla gæðaefna  

Vikuleg mánudagskvöld kl. 18:30 – 21:30 – 6 skipti 

Námskeiðið byrjar mánudaginn 5. September 2022

Þátttakendur vinna með fyrirfram ákveðin grunnatriði í fatabreytingum. Þeir mæta með flík sem hæfir hverju atriði og geta mætt með mismunandi flíkur hvert sinn. Þátttakendur hefja vinnu hvers atriðis á stuttu hugmyndaflæði í minni hópum. Þátttakendur geta unnið áfram með flíkina heima ef þeir óska þess.

Þátttakendur taka með sér skæri, saumavél, saumavélanálar og flíkur til að breyta.

Litlir hópar, stuðningur og góður félagsskapur

Hvað er í boði?

 • félagsskapur “like-minded” fólks
 • dýpkun á möguleikum fatabreytinga
 • leiðsögn í saumaskap
 • sjálfstæði í fatabreytingum
 • sjálfbærni í fatastíl
 • hugmyndaflug
 • hugsa út fyrir boxið

Innifalið í námskeiðsgjaldi:

 • aðstaða, utanumhald og ráðgjöf
 • tvinnar, flíkur og efnabútar til að nota við breytingar
 • kennslumyndbönd fyrir sniðgerð
 • einföld, margnota snið fyrir fatabreytingar
 • tölur, skábönd, rennilásar og blúndur
 • félagsskapur, gleði og gaman
 • uppskeruhátíð i lok námskeiðs
 • lokaður hópur á Facebook

Skipulag námskeiðs:

Vika eitt:  Breytingar á sídd

 • Máltaka og skráning
  • Sniðgerð – axlarstykki og keila
  • Hugmyndaflæði 
  • Unnið með sídd

Vika tvö:  Breytingar á vídd

 • Sniðgerð eftir málum – bolur
  • Hugmyndaflæði 
  • Unnið með vídd

Vika þrjú:  Breytingar á emum

 • Sniðgerð eftir málum – ermi
  • Hugmyndaflæði 
  • Unnið með ermar

Vika fjögur:  Breytingar á hálsmáli 

 • Sniðgerð – kragi 
  • Hugmyndaflæði
  • Unnið með hálsmál

Vika fimm:  Blettir og göt – skreytingar

 • Hugmyndaflæði
  • Unnið með flíkur með blettum og/eða götum

Vika sex:  Slútt

 • Unnið með það sem þarf að klára
  • Byrjað á nýjum fatabreytingum
  • Setið, spjallað og notið

Verð kr. 65.000 með möguleika á skiptingu:

25.000kr. staðfestingarfjald sem greiðist við skráningu

20.000kr í byrjun september

20.000kr í byrjun október

Skráning hér – takmörkuð sæti

Snemmskráningarbónus – skráning og greiðsla staðfestingargjalds fyrir 1. ágúst:

Bónus 3ja klst. Vinnusmiðja í endurnýtingu mánudaginn 22. ágúst