Fyrstu skrefin

Það er eitthvað sem gerist þegar barns er vænst, verðandi foreldrar fara í það sem margir kalla „hreiðurgerð“ – breyta inni hjá sér, undirbúa komu barnsins á ýmsan hátt og oft vex löngun að búa eitthvað til sjálf handa barninu. Sumir bryja að prjóna, aðrar byrja að sauma og enn aðrar langar að sauma eða prjóna en vita ekki hvar þær eiga að byrja. Mig langar að koma til móts við þennan hóp verðandi foreldra sem langar að sauma eitthvað fallegt og nytsamlegt handa barninu sínu – og stuðla á sama tíma að minnkun fatasóunnar.

Helgarnámskeið fyrir verðandi foreldra – saumaskapur og endurnýting

6klst saumanámskeið þar sem saumað verður barnateppi úr endurnýttum efnum. Stærð teppis er 80x100cm, byrjað er að setja saman grunninn og finna efni sem hentar. Síðan er farið í að bæta við atriðum og þar er hægt að skoða hvort setja eigi fallegar myndir eða atriði sem örva skynfæri barnsins.

Allt efni er innifalið, þátttakendur taka með sér saumavél, nálar fyrir saumavélina og góð skæri. Sjálfsagt að taka með sér eigið efni ef þess er óskað.

Námskeiðið verður á laugardegi og sunnudegi, frá kl. 11:00 til kl. 14:00 – hámark 8 þátttakendur

Dagsetning næsta námskeiðs er hér að neðan hjá skráningarlink. Nýjar dagsetningar koma inn þegar von er á nýju námskeiði.

Fyrikomulag námskeiðs:

Laugardagur – Kynning á námskeiði, hugmyndaflæði og val á hugmynd, kennsla á vélar eftir þörf, sniðið í teppin

Sunnudagur – Samsetning, lokahönnun (skraut- eða skynörvunnarteppi), frágangur

Hvað er í boði?

 • félagsskapur verðandi foreldra með sama áhugamál
 • allt efni sem þarf til að hanna og sauma teppi fyrir barnið
 • hugmyndaflug varðandi hönnun teppis
 • skraut- eða skynörvunnarteppi
 • lokaður hópur á Facebook
 • ráðgjöf og eftirfylgni

Hvað er innifalið í verði?

 • aðstaða
 • ráðgjöf í saumaskap
 • kennsla í hugmyndaflæði
 • ráðgjöf varðandi hönnun
 • snið og ýmislegt til að skreyta teppið
 • fataefni og flíkur til að nota
 • tvinni, blúndur og skábönd
 • tölur og rennilásar

Verð kr. 26.500,-

Allar nánari upplýsingar í síma 8467915 eða á namskeid@saumahornsiggu.is

Skráning hér– næsta námskeið verður með haustinu

Þetta teppi saumaði ég þegar tvíburarnir okkar voru á leiðinni. Þarna hófst minn saumaskapur þótt ekki hafi mikið verið saumað fyrstu ár barnanna ❤