Fashion Revolution · Fróðleikur · Rana Plaza · Saumaskapur · Sewing · Up-cycling · upcycling clothes

Rana Plaza

Í dag, sunnudaginn 24. Apríl 2022 eru 9 ár síðan ég vaknaði af alvöru gagnvart textíl- og fataframleiðslu og þá sérstaklega aðbúnaði verkafólksins sem vinnur við framleiðsluna.

Þennan dag fyrir 9 árum hrundi til grunna, átta hæða verksmiðjubygging í Bangladesh – bygging sem kölluð var Rana Plaza.

Í byggingunni var fataframleiðsla, banki, íbúðir og nokkrar verslanir. Bankanum og verslununum var lokað 23. apríl, þegar í ljós komu sprungur í byggingunni. Eigandi fataframleiðslunnar hins vegar hunsaði aðvaranir um að nota bygginguna og skipaði verkafólkinu í fataframleiðslunni að mæta til vinnu daginn eftir – og byggingin hrundi til grunna þann morgun, þar sem yfir 1.000 manns lést og u.þ.b. 2.500 manneskjur slösuðust.

Þetta slys beindi athygli heimsins að aðbúnaði verkafólks innan textíls- og fataframleiðslu í heiminum og mörg stórfyrirtæki voru sökuð um þrælahald við framleiðsluna.

Ég hafði fram að þessu, heyrt orðróm um slæman aðbúnað fólksins sem framleiddi fötin sem komu svo í verslanir á vesturlöndum og auðvitað hafði ég sett spurningarmerki við það hvað sumar verslanir gátu selt fötin á lágu verði. Ég var þarna búin að vera að sauma í nokkur ár, var byrjuð að breyta eigin fötum og var orðin meðvituð um gæði efnanna sem voru í ódýra klæðnaðinum – eða skortinn á þeim. Ég var hins vegar ekki sérstaklega meðvituð um hvað lá að baki „góða verðinu“, þ.e. hvernig framleiðslan á bómul fór fram, hvaða fórnir fólkið kringum verksmiðjurnar þurfti að færa – án þess að vera spurt, að ég tali ekki um aumingja fólkið sem sat og saumaði við illan aðbúnað.

En þarna fór mitt viðhorf að breytast og ég fór að fylgjast meira með umræðum sem fóru af stað í kjölfar þessa slyss. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum seinna, sem ég sá heimildarmynd um skaðleg umhverfisáhrif textílframleiðslu  og offramleiðslu á fatnaði og textíl – að ég tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að kaupa magnframleiddan fatnað og einbeita mér að því að nýta fötin mín betur með því að breyta þeim, lagfæra og nota á nýjan hátt.

Fashion Revolution er hreyfing sem sett var á laggirnar í kjölfar Rana Plaza slyssins og nær í dag til nánast allra landa heimsins. Hreyfingin leggur áherslu á að tillit sé tekið til umhverfis, fólks og efniviðs í framleiðslu á textíl og fatnaði. Það er bæði gott og gaman að fylgjast með þeim.

Hér getur þú aflað þér frekari upplýsinga um hreyfinguna.

Það er eins og ég hafi fundið hilluna mína í lífinu í framhaldi af þessari ákvörðun. Ég elska að leika mér í hönnunarferlinu sem fylgir fatabreytingum – hugmyndaflæðið – prófa hugmyndina – breyta henni – prófa nýtt…þar til ég landa bestu útkomunni fyrir endurnýtingu. Ég lít á það sem tilgang minn í þessu lífi að leggja mitt af mörkum til Alheimsins og Móður Jarðar með því að vekja athygli á skaðlegum umhverfisáhrifum offramleiðslu textíls – að hjálpa fólki að finna leiðir til sjálfbærni í fatastíl og hvernig lengja megi líftíma klæðanna í fataskápnum.

Ég hef ekki plön um að verða miðill fyrir slæmar fréttir eða neikvæðni, mér finnst vera hægt að finna margar jákvæðar og skemmtilegar leiðir til að breyta venjum og því hvernig við umgöngumst fötin okkar og Jörðina okkar – en það er líka mikilvægt að mínu mati að minnast svona hörmunga sem þurftu að gerast til að heimurinn myndi vakna.

Hjálpumst að við að hjálpa Jörðinni og umhverfinu – hvert lítið skref sem hver og einn tekur í rétta átt, á þátt í að minnka fatafjöll heimsins – og minnkar einnig hættuna á að svona slys eins og í Rana Plaza, gerist aftur

Hér er hægt að lesa meira um þetta hræðilega slys.

Takk fyrir að lesa, verum meðvituð um hvaðan fötin okkar koma og tileinkum okkur sjálfbærni í fatastíl

Allt það besta – ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem gætu haft gott og gaman af ❤

Sigga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s