Fatabreytingar · Námskeið · Recycling · Saumaskapur · Sewing · Up-cycling · upcycling clothes · Women´s fashion

That 70´s

Endurnýting á gömlum kjólum

Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á góðu verði. Þarna var ýmislegt í boði auk kjóla sem ég hefði alveg getað kippt með mér líka en… ég hélt aftur af mér og gekk út með þennan stórkostlega 70´s kjól.

Ég einfaldlega elska litina og myndstrið – sniðið er líka flott en ég sá mig ekki nota kjólinn eins og hann var. Það stóð alltaf til að breyta honum.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að nota gamla kórkjólinn minn og blanda þessum tveim saman einhvern veginn. Kórinn sem ég var í notaði alltaf svart sem aðallit á tónleikum og svo puntuðum við okkur með einhverju þematengdu. Þetta var mjög fínt fyrirkomulag, kórkonur ánægðar að geta notað sín eigin svörtu föt – þetta þýddi hins vegar fyrir mig, að þegar ég hætti átti ég alls konar svartar flíkur sem ég bara gat ekki hugsað mér að nota. Ég er allt of litaglöð til að vera í einlitum svörtum fötum 🙂

Einn af kórkjólunum var því tilvalinn í verkið, þægilegur kjóll með vösum og passlega síður fyrir daglega notkun.  Mér finnst skemmtilegast að sýna ferlið í myndum svo hér koma þær 🙂

Kórkjóllinn eins hann var í upphafi breytinga; einlitur og lítið að frétta

Þessi hins vegar mun hressari og skemmtilegri. Það sést ekki á myndinni en rennilásinn í bakið er galopinn 😀

Klippt og skorið, mælt og pinnað niður…mátað og breytt…

Ferlið tók alveg slatta tíma en það var þess virði finnst mér

Ég er virkilega ánægð með útkomuna og elska að nota kjólinn í dag 🙂 Þessi kjóll er dæmi um hvað fer fram á námskeiðunum mínum í fatabreytingum 🙂

Hér getur þú horft á ferlið

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem þú vilt ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s