Fatabreytingar · Námskeið · Recycling · Sewing · Up-cycling · upcycling clothes

Endurnýting – buxnavíkkun

Endurnýting á buxum

Fataskápurinn sem minnkar fötin

Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í skúffuna…mögulega frá heimilisálfinum 🙂

Það eru auðvitað endalausar ástæður fyrir því að við stækkum upp úr fötunum okkar og ég ætla ekkert að telja það allt upp hér – nema mína ástæðu. Ég er eins og margar konur á mínum aldri á breytingaskeiðinu. Þær vita það sem hafa upplifað breytingaskeiðið að það eru alls konar fylgikvillar með því, mis skemmtilegir og mis langvarandi. Í mínu tilviki er einn af fylgikvillunum að rokka upp og niður í þyngd/stærð. Einn daginn skipulegg ég fatnað fyrir veislu eftir 4 daga og þegar kemur að veislunni er ég vaxin upp úr klæðunum. Í sumum tilvikum erum við að tala um allt að tveimur númerastærðum.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að stökkva í búð í hvert sinn sem þetta gerist, kannski vegna þess að ég kann að sauma og hef gaman að því að vera öðruvísi klædd en aðrir – hitt er líka að stærðin minnkar líka þannig að fataskápurinn minn yrði fljótt yfirfullur ef ég keypti nýja flík í hvert sinn sem kroppurinn breyttist. Fyrstu árin á breytingaskeiðinu voru samt all nokkur áskorun því mig langaði heldur ekki að vera stanslaust að sauma nýja og nýja flík. Það var nú upphafið að fatabreytingunum sem ég hef í dag, algera ástríðu fyrir og hefur leitt mig á nýja og spennandi braut.

Fatabreyting – að víkka buxur

Ég á nokkrar svona gallabuxna leggings…þ.e. þröngar, teygjanlegar gallabuxur – bæði bláar og svartar. Ég hef notað svona buxur mikið en nú er svo komið að þær eru allar óþægilegar. Mögulega hafa þær alltaf verið óþægilegar, ég bara nenni ekki lengur að klæðast óþægilegum fötum 🙂

Mig langaði að prófa og sjá hvort ég gæti víkkað svona buxur, er búin að velta þessu aðeins fyrir mér og ákvað bara að prófa.

Byrjuð að rekja upp í hliðum

Þetta eru buxurnar, ég keypti þær á Ítalíu fyrir 7 árum síðan og það sér varla á þeim. Þær eru flottar á litinn finnst mér en mig langar að poppa þær upp. Þær eru þröngar í strenginn – þröngar as in meiða mig – og mér finnst þær of þröngar niður kálfana. Á bólgnu dögunum mínum fæ ég nú bara náladofa í fótleggina af að vera í þeim 😀 Ég var svo æst að byrja að ég gleymdi að taka mynd áður en ég byrjaði svo hér eru þær, hálf uppraktar í annarri hliðinni 🙂

Ég byrjaði bara á að rekja upp saumana í hliðunum og klippti strenginn í sundur. Pressaði síðan saumbrotin slétt og þá voru buxurnar tilbúnar. Ég valdi hressandi og upplífgandi efni til að víkka með og klippti 7cm breiða lengju, 2-3cm lengri en lengdin á skálmunum (bara ef mér dytti í hug að gera eitthvað sniðugt annað en að falda)

Síðan bara skellti ég þessu í saumavélina…et voilà

Hér má svo sjá myndband af ferlinu

Takk fyrir að lesa…og horfa – ef þér líkaði máttu endilega deila með þeim sem gætu haft gagn og gaman af ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s