Saumaskapur · Sewing

Að búa til snið

img_1957Mér finnst hrikalega gaman að endurnýta það sem til er, elska að breyta fötum og oft sauma ég uppúr  fötum sem lokið hafa sínu lífi. Hvort sem verið er að breyta eða búa til nýtt, er alltaf gott að hafa eitthvað snið í huga til að miða við. Ég hef fjallað um eina af mínum uppáhalds sníðaaðferðum, Lutterloh en núna ætla ég að búa til snið uppúr gömlu.

Ég fékk nefnilega doldið skemmtilegt verkefni um daginn, að sauma nýtt „cover“ á nuddpúða. Nokkuð viss um að ég hafi aldrei gert það áður. Gamla „coverið“ var alveg í henglum…

Þar sem efnið var ónýtt þá var einfaldast uppá nákvæmni sniðsins, að spretta öllum saumum og taka þetta í sundur. Það tók nú sinn tíma og að því loknu þá leit þetta…og ég svona út 🙂 Það hrundi nefnilega all hressilega af þessu, pleðrið bara morkið…

img_1926

Næsta skref var að slétta sem best úr öllum bútum og búa til nýtt snið. Ég gerði það með því að leggja hvern bút ofan á efni og teikna í kring. Það er mikilvægt að teikna inná hvort það er saumfar innifalið, eins ef klippt hefur verið í og öll samskeyti líka. Þannig verður stærðin sem nákvæmust.

Mér finnst gott að nota efni í snið sem ég ætla að eiga áfram því það er einfaldara að geyma þau. Þá nota ég frekar stíf efni, og auðvitað sterk sem endast 🙂

María, nornin mín sem á nuddpúðann, átti líka afganga af pleðri sem hún lét mig hafa til að nota ef ég gæti. Það er auðvitað æði að geta púslað alls konar saman…

Innan í er svampur sem ég vafði með plasti, eiginlega af því það var plast – veit ekki af hverju en mig grunar að það sé svo svampurinn renni betur inn í „coverið“

Ég er bara doldið ánægð með þessa fyrstu tilraun af sníðun og saumun í pleður 🙂

Takk fyrir að lesa ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s