Óflokkað

Verkefnin…

_MG_0023 3Öll höfum við verkefni hér í þessu dásamlega lífi, þau birtast á þröskuldinum okkar, stundum óumbeðin og stundum eftir langa bið. Sum verkefnin er stór og önnur lítil, sum standa yfir í stuttan tíma og sumum ætlar aldrei að ljúka – og viðhorf okkar til verkefnanna eru eins misjöfn og við erum mörg 🙂

Undanfarið hafa verkefnin mín verið nokkur og öll í lengri kantinum og sum sé ég ekki alveg fyrir endann á ennþá. Allt eru þetta verkefni sem þroska mig og gera mig að betri manneskju og ég er þakklát fyrir að fá að læra svona mikið í þessu lífi 🙂

saumakomment_happyplace

Þegar reynir á þá finnst mér svo gott að gleyma mér í saumahorninu mínu, það er alveg ótrúlegt hvað efni gefa mér mikla gleði og samvera við þau róa hugann. Ég er reyndar búin að læra að þegar mikið gengur á, þá borgar sig ekki að vinna pantanir fyrir aðra, því ég veit ekki hvað verður úr og hvað það tekur langan tíma. Þá er mikilvægt fyrir mig að geta tekið mér allan þann tíma sem ég vil, dunda mér meir en að vinna markvisst. Stundum kemur nákvæmlega ekkert útúr þannig vinnu – nema einstaka ónothæf flík 🙂 en stundum kemur eitthvað út sem hægt er að nota. Núna í sumar hef ég verið að dunda mér við ýmislegt og langaði að deila með ykkur tveimur flíkum sem urðu til í akkúrat svona aðstæðum 🙂

saumakomment_shhhh

 

Kjólinn er svona slembisaumaskapur, þ.e. mig langaði að gera eitthvað…bara eitthvað sem tæki ekki langan tíma. Efnið er ég búin að eiga í nokkur ár og sneið það uppúr sniði sem ég bjó til fyrir löngu. Gerði svo í raun bara eitthvað sem mig langaði, t.d. tvöfalt stroff á ermum og opið bak.

Peysukápan er hins vegar flík sem mig hefur lengið langað til að sauma. Ég á svona svipaða peysu og er búin að stefna á að sauma uppúr henni. Byrjaði loksins á henni í vor og kláraði núna seinnipartinn í sumar. Tók mér góð hlé inná milli 🙂

Takk fyrir að lesa ❤

2 athugasemdir á “Verkefnin…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s