Óflokkað

Kroppagína

IMG_3581Jamm, kroppagína 🙂 Hafið þið ekki séð svona youtube myndbönd þar sem verið er að kenna alls konar – og allt er svo einfalt?

Ég sá einu sinni svona myndband þar sem verið var að búa til saumagínu á ákveðinn kropp. Það þurfti ekki mikið; ónýtan, aðsniðinn bol, plastfilmu, breitt límband, skæri og svo troð til að setja inní. Síðan áttu að geta búið til snið og saumað flíkur sem hreinlega þarf bara nánast ekkert að máta. Myndbandið má sjá hér en mér tókst að plata Gunnhildi bestu mína með mér í þetta „auðvelda“ verkefni.

Við skelltum okkur í boli – sem reyndust vera kjólar með hlírum. Okkur þótti það ekkert verra, þá gátum við stjórnað síddinni á gínunni – hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að geta búið til buxnasnið og alles 🙂

Nú, fyrst var auðvitað að passa uppá að brjóstin væru örugglega þarna á gínunni; líma undir, líma kringum og líma yfir – allt eftir kúnstarinnar reglum. Þá leit Gunnhildur einhvern veginn svona út…

Ég festist ekki á filmu á þessu stigi, held að við höfum hlegið aðeins of mikið – og mögulega verið í andnauð – til að muna eftir myndatökunni 🙂

Næsta skref var að líma neðri hlutann, við ætluðum eins og fyrr segir að geta saumað buxur…við þurftum nú að hverfa frá þeirri hugmynd…tjah það var bara of mikið mál að teipa klofið 😀

Svona litum við vinkonurnar út eftir heildarteipingu, gaman að sjá svona ólíka kroppa…

Þá var að komast úr þessu, klipptum upp bakið, komumst úr og teipuðum svo opið saman…

Ég keypti síðan troð í Ikea, bara svona inn í púða, reif það upp og tróð inní, ég notaði alveg þrjá stóra púða til að troða í báðar gínur…

Nú veit ég ekki hvort þið eruð búin að sjá videoið hér að ofan en þetta átti að vera mega auðvelt…var það ekki því gínurnar halda ekki jafnvægi fyrir það fyrsta…

…og svo þarf ég eitthvað að skoða hvernig teipið fer á kroppinn því annað brjóstið á mér hvarf…og ekki fór nú mikið fyrir því áður 😀

Mögulega verður þetta prufað aftur en þangað til er hægt að leggja á þetta flíkur til að miða út hvar brjóstin ættu að vera, nú eða til að teikna út hvar best sé að klippa flíkina – eins og gert var í þessu tilviki…en verulega skemmtileg kvöldstund með bestunni minni og ég held enn í þá trú að hægt sé að útbúa gínu sem virkar til sniðagerðar 🙂

Takk fyrir að lesa – eigið góðan dag 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s