Saumaskapur · Sewing · Women´s fashion

Baukað með efni

Núna í október eru 2 ár síðan ég komst í lagerinn úr Horninu – efnabúðinni sem lokaði árið 1994. Ég keypti stóran hluta af lagernum, eiginlega bara öll efni sem ég taldi mig geta notað…einhvern tíma. Mikill hluti efnanna voru úr ullarblöndu og þar sem ég var á kafi í teygjuefnum þá fóru efnin í hillu og hafa verið þar síðan.

Auðvitað er ég búin að prófa eitthvað smá en með misgóðum árangri…

…en einhvern veginn átti þetta ekki uppá pallborðið hjá mér og ég fann bara að þetta var ekki það sem mig langaði að gera. Mér finnst þetta samt doldið töff, að vera með svona kjól og yfirhöfn í sama efni – svona gamaldags…alveg ég en samt eitthvað bogið við þetta sem ég náði ekki að festa fingur á…

Þetta eru alveg ótrúlega falleg efni, misþykk en eiga það öll sameiginlegt…og það sem ég lærði við þetta fyrsta fikt, að það verður að fóðra flíkur úr svona ullarefnum.

 

Það eru að minnsta kosti tvær ástæður; ullarefni eru stífari en bómull og gerfiefni og eiga það til að stinga viðkvæma húð. Svo er hitt og það finnst mér mikilvægara; svona gömul, ofin ullarefni eru ekki með neina teygju í sér þannig að þegar maður notar sniðna flík þá vill hún aflagast ef ekki er fóður innan undir – bara svipað og með prjónaefni.

Það hefur aldrei staðið annað til en að nota megnið af efnunum í yfirhafnir, ég bara hef ekki fengið almennilegar hugmyndir…þar til í sumar 🙂

Þessar fyrstu flíkur eru byggðar á sniðum sem ég bjó til fyrir prjónakjóla og síðar peysur…

Mér finnst svo gaman að þessu, að taka snið sem hugsað er fyrir ákveðna flík – og breyta því í aðra. Eins er gaman að sjá hvernig sama snið getur passað með alls konar, mismunandi efnum – þó flíkin verði aðeins öðruvísi. Hér er hægt að lesa um sniðið margbreytilega 🙂

Hérna er ég svo að leika mér við gamalt snið sem ég breyti – þessi jakki finnst mér bara geggjaður, fékk sniðið úr eldgömlu sníðablaði og breytti smá. Er alveg ákveðin í að gera meira af því 🙂

Í næstu ullarefnatörn ætla ég að muna að taka myndir af ferlinu og reyna að hafa smá fróðleiksmola með 🙂

Takk fyrir lesturinn 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s