Óflokkað

Köflóttur bassi

Það er svo skemmtilegt hvernig hlutirnir stundum detta bara á sinn stað. Ég er – og skammast mín ekkert fyrir að segja það – efnaperri! Það er alveg sama hvar ég er, ég leita að fataefnum til að eignast. Ég var t.d. í sumarfríi með fjölskyldunni á Spáni síðasta sumar, 35 stiga hiti og sól og að sjálfsögðu fórum við á markaðinn. Alls konar hellingur af öllu mögulegu og það eina sem ég hugsaði um voru efni….eiginmaðurinn og dóttlan fundu girnilegar ólífur og sonurinn fann snakk og nammi en ég…..fataefni!

Núnú, ég keypti auðvitað – fann reyndar bara tvö…

Þessi efni eru mjög ólík, það svart/hvíta vinstra megin er teygjuefni og í þynnra lagi. Þetta köflótta er ekta kjólaefni af gamla skólanum; þétt, teygjulaust og stendur vel. Það er líka gott báðum megin, þ.e. rangan er einlit svört og ekki hægt að sjá að það sé rangan 🙂

köflótt og svart

Það er stutt að segja frá því að síðan við komum heim hafa þau legið uppí skáp. Í kjölfar breytinga í saumahorninu – segi frá því næst 🙂 fór ég að hugsa um þessi efni, hvað ég ætti að gera við þau….og hvenær. Ég ákvað að gera kjól úr þessu köflótta. Fann mér Burdastyle blað með töff sniði – þetta varð lendingin…

 

Ég var ekkert að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur, erfiðleikastigið á sniðinu er 3 punktar – með því erfiðara sem sagt. Kjóllinn í blaðinu er svo þar að auki utaná tágrannri fyrirsætu – og þar að auki úr silki…

Kannski var það ástæðan fyrir því að ég átti eitthvað erfitt með að koma mér að verki.

Það var ekki fyrr en kórinn minn, Kvennakór Kópavogs, hélt æfingabúðir að hlutirnir fóru að gerast. Uhhh, hvernig getur kjólsaumur og kóræfingabúðir átt saman??? Jú, í æfingabúðum er alltaf hátíðarkvöldverður – einskonar árshátíð – og þar er alltaf þema! Þemun hafa verið, eins og sést á myndunum, fjölbreytt; t.d. rokk, villta vestrið og í fyrra þjóðir!  Í gegnum árin erum við vinkonurnar, ég og Gunnhildur bestan mín, búnar að vera ansi langt úti með búninga…

Eftir þemað í fyrra ákváðum við að vera „penar“ næst. Núna kom svo tilskipun um að hver rödd klæddist sínu mynstri og…2. alt átti að vera köflóttur! Hversu mikil snilld er þetta – þarna liggur kölfótta efnið, Burda á borðinu með sniðið klárt og þemað mitt köflótt!

Það er nú skemmst frá því að segja að saumaskapurinn gekk ótrúlega vel, flækjustigið ögn hærra en ég er vön í saumaskap en ég hef greinilega lært ýmislegt í gegnum árin og mér tókst bara vel upp. Ég fylgdi að sjálfsögðu leiðbeiningunum í blaðinu út í æsar, þær voru mjög góðar þannig að þetta hafðist með þolinmæði og smá reynslu 🙂

Bassinn kominn í köflótt og alveg öruggt að ég á eftir að nota þennan „búning“ mun meira en alla hina 🙂

Mér finnst voða gaman að sjá hvað það kemur vel út að hafa mittisbútana svarta – efnið á röngunni 🙂 Þetta gerir svo flott mitti en það er nú eitt af því sem ég er ekki þekkt fyrir         – síður en svo, ég fæddist með þennan „I“ vöxt – sem í raun er bara sami vöxtur og kústskaft 😉 Komin í þennan kjól var bara komið mitti á mína – ekki leiðinlegt 🙂

Takk fyrir mig 🙂

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s