Óflokkað

„Opið hús“

_MG_0010 (2)

Eins og ég nýt þess að dunda mér alein í saumahorninu mínu, þá er fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í hornið mitt 🙂 Í síðasta mánuði ákvað ég að halda „opið hús“ í tilefni þess að ég var búin að breyta og bæta. Það kallaði auðvitað á að eiga eitthvað til að sýna þannig að ég þrusaði mér í  að búa til nokkrar stærðir af sniði…

ullarkjoll_snid ullakjoll_prjon

Þetta snið hef ég notað ótrúlega mikið, fyrst saumaði ég þessa kjóla, þeir eru úr teygjanlegu efni

saumur_G2side saumur_G3side2

Svo prófaði ég að nota önnur efni, minna teygjanleg, m.a. hrein ullarefni
kjoll_ullogprjon_MG_0017

Þetta snið er sem sagt hægt að nota á hvaða efni sem er, ég nota annað hvort prjónaefni í hliðarnar – eins og hér – eða rennilás á bakið.

Ég skellti mér því í að búa til fleiri stærðir af þessu sniði, saumaði slatta af skvísukjólunum bláu og skellti þeim á slánna hjá hinum kjólunum. Allt í einu var sláin bara full, voða gaman 🙂

_MG_0010 (2)

Í sumar hafa svo verið að fæðast hugmyndir varðandi ullarefnin og mig langaði að gera eitthvað til að sýna sem nýtt fyrir veturinn. Ég er búin að vera með í maganum svona sett, kjóll og kápa í stíl. Þar sem ég á nóg af ullarefnum þá skellti ég í eitt svona sett, í minni stærð auðvitað 😉

_MG_0032 _MG_0027 _MG_0022

Ég er voða hrifin af öllu svona gamaldags, þið ættuð að koma heim til mín, ekkert nema gömul húsgögn 🙂 En þetta sett minnir mig einhvern veginn á eitthvað gamaldags, kannski eru það bara efnin – þau eru nefnilega ansi gömul 🙂

Svo kom jú dagurinn og svo gaman að segja frá því að það kom bara fullt af skemmtilegu fólki sem skoðaði, mátaði, keypti og pantaði – það var náttlega ekki allt til 🙂

_MG_0045 _MG_0041 _MG_0040

Það sem var einna skemmtilegast við þennan dag var spjallið og fiktið í efnunum – sem gaf af sér fleiri hugmyndir og efnisnotkun. Segi betur frá því seinna.

Peysurnar voru, auk skvísukjólanna, vinsælar – enda þægilegar, mjúkar og góðar…

_MG_0013 _MG_0015 _MG_0018

_MG_0047        _MG_0051

_MG_0048

Ég er strax farin að hlakka til að segja ykkur frá efninu sem kemur á óvart 🙂

Takk fyrir mig 🙂

2 athugasemdir á “„Opið hús“

  1. Most of the girls are choosing the basic sheepskin slip shoes, as they are comfortable and stylish.

    Style- Most of us looks at the design and style while buying any item.
    Right from the beginning the company had earned great reputation thanks to
    the quality of its shoes.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s