Óflokkað

Fermingarkjóllinn

11182798_10204062619181901_3491686054936509949_o

FO_burdakjollÞennan valdi hún sér, skvísan mín hún Freyja Ósk, til að vera fermingarkjóllinn. Við fundum hann í gömlu…..eða ekki svo gömlu Burdablaði. Fyrst höfðum við gengið búða á milli og hún mátað óteljandi kjóla….enginn samt sem hún féll fyrir og að lokum bað hún mömmsuna sína um að sauma fyrir sig. Mamman auðvitað varð ekstra mjúk í hjartanu og var ekki lengi að fara með dísina sína í efnabúð. Í Föndru fann hún þetta efni …

burda_siffonsaum

…dásamlega fallegt siffon. Siffonið er gegnsætt og því var nú ljóst að við þyrftum að hafa kjólinn tvöfaldan, þ.e. með öðru efni undir. Hún valdi sægrænt polyester með teygju á alla kanta og þá gat mamman farið í gang. Ég átti innra efnið, slatta af því þannig að ég byrjaði á því að sníða það og setja kjólinn saman – Freyja Ósk er færa sig úr barnastærðum yfir í fullorðinsstærðir og ég var hreinlega ekki viss í hvaða númeri hún væri.

Ég notaði auðvitað gamla, góða kalkipappírinnn við sníðunina, ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað hann er betri en krítarnar….eða það finnst mér alla vega 🙂

burda_kalk2 burda_kalk

Ég var nú held ég búin að segja ykkur frá því hvernig ég nota kalkipappírinn, ég legg hann að báðum hliðum efnisins, set svo sniðið ofan á allt saman. Þá tek hér hjólið góða og renni því með köntunum á sniðinu og passa að setja allar merkingar inn – þannig koma merkingarnar báðum megin á stykkið sem sniðið er.

burda_snid Að því loknu tek ég allan pappír í burtu – snið og kalkipappírinn, klippi með saumfari og….voilá burdakjoll_snid  Þá var bara að setja kjólinn saman, svona leit hann út komin á Stínu Gínu….ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg viss um að ég hefði gert þetta rétt…

burda_undir burda_undirbak

Skringilega stórt gat þarna á bakinu, finnst ykkur ekki? Þarna átti svo eftir að koma snúra til að rykkja gatið saman…

Freyja Ósk mátaði, sniðið passaði og þá var bara að skella sér í siffonið. Ég var svolítið að melta með mér hvernig best væri að haga þessu, Burda talaði bara um eitt efni og því varð ég að spila þetta af fingrum fram. Ég ákvað að festa toppstykkin saman, þ.e. innra og ytra efnið og festa pilsin saman í mittinu…

burda_siffonsnid Sneið siffonið auðvitað fyrst… burda_siffonsaumburda_saumsaman

Að þessu loknu leit kjóllinn svona út á Stínu Gínu

burda_halfnad burda_half_bak

Ennþá hálf kindarlegur og mér leist ekkert sérstaklega á blikuna en þegar ég var búin að finna út úr því hvernig ég þræddi snúruna í þá leit þetta allt saman mun betur út. Dísin mín virtist ánægð, eina sem þurfti að gera var að stytta, falda og ganga frá…

Jæja, tíminn leið, kjóllinn frágenginn og fermingin nálgaðist. Freyja Ósk mátaði allra síðustu mátun og við vorum sammála því að það mætti stytta kjólinn örlítið meira – eitthvað dulítið misfórst og kjóllinn varð svona…

ferming_stutturkjoll_bak ferming_stutturkjoll

Nú voru góðu ráðin aldeilis dýr, kjóllinn allt of stuttur og rétt rúm vika í fermingu. Ég auðvitað tættist í Föndru, leitaði og leitaði, fann svo á endanum eina sem vann þar. Hún sagði mér að efnið væri nú bara uppselt! Ég sagði henni frá verkefninu og þar sem ég stóð þarna, döpur á svip að reyna að hugsa upp lausn á málinu, sagði hún: „Sko, ég keypti restina af efninu, ca. 1,5m, ég gæti komið með það á morgun og látið þig hafa það…“

Ég réðist næstum því á hana til að knús kyssa ókunnuga manneskjuna – þvílíka hugulsemin. Hún sagðist þá muna eftir okkur þegar við keyptum efnið – henni fannst stelpan mín svo flott að velja svona öðruvísi efni í fermingarkjólinn sinn 🙂

Daginn eftir fékk ég svo efnið, sneið og saumaði nýtt pils sem ég festi við toppstykkið og voilá – málinu reddað 🙂 Þessar tvær myndir hér eru eftir snillinginn hann Anton Bjarna – hann er ljósmyndarinn sem tók fermingarmyndirnar. Hér er hægt að sjá meira frá honum, alveg frábær.

fermingarkjoll_front fermingarkjoll_bak

Það besta við þetta allt saman að dísin mín er yfir sig ánægð með kjólinn – og ég auðvitað líka – enda finnst mér skonsan mín falleg í öllu 🙂

Takk fyrir mig 🙂

Ein athugasemd á “Fermingarkjóllinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s