Óflokkað

Tónleikakjóllinn

Þá er annasamri viku lokið, tónleikar kórsins yfirstaðnir og tvíburarnir okkar fermdir með stæl og skemmtilegri veislu. Tvennir kjólar voru saumaðir fyrir þessa viðburði dísin fékk fermingarkjól og mamman tónleikakjól. Tónleikakjóllinn varð nú ekki eins og upphaflega var lagt upp með, eins og ég skrifaði síðast þá breytti ég fyrst um efni til að geta notað sniðið – síðan skipti ég um snið til að geta notað upphaflega efnið…já, þróunarvinnan getur tekið tíma 🙂

Ég er mjög ánægð með endanlegu útkomuna, efnið sem mamma notaði í pilsið á sínum tíma er ekta svona gamalt eðalefni. Ég reyndi að vanda saumaskapinn, notaði flíselin og alles, styrkti hálsmál og handveg…og faldaði kjólinn að neðan í höndunum 🙂

_MG_0005 4 _MG_0002 3

Mér fannst ég vera voða fagleg…ja, alla vega dugleg, sérstaklega þegar haft er í huga að undanfarið hef ég verið að sauma kjóla sem þurfa ekki einu sinni fóður – hvað þá styrkingu með flíselíni. Þetta var verulega skemmtileg tilbreyting – og eitthvað sem mig langar að gera meira af.

Svona kom kjóllinn út á endanum – hnésíður og dömulegur tónleikakjóll 🙂

_MG_0011 3                       _MG_0010 2

Mér finnst doldið smart að setja grófan rennilás á bakið, það kemur svona kontrast í kjólinn sem annars er mjög fínn og klassískur. Það gefur kjólnum smá auka karakter 🙂

Þetta er einn af þeim kjólum sem ég á eftir að nota mikið, fyrir það fyrsta er þetta tilvalinn kjóll til að nota á kórtónleikum og svo er hann bara mjög klassískur, svartur kjóll – sem mér skilst að allar konur þurfi að eiga 🙂  Ég get sagt með vissu að þessi verður ekki rakinn upp til að breyta….

Takk fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s