Óflokkað

Margt smátt…

Stundum fæ ég verkjaköst, þau koma þegar ég hef ekki hlustað nógu vel á kroppinn minn. Hann er svo dásamlegur þessi kroppur, hann talar við mann og leiðbeinir. Ég verð betri og betri í að hlusta á hann og bregðast við en af og til þá hlusta ég ekki…

Verkjaköstin gera það að verkum að saumaskapur fellur niður og við tekur skipulögð verkjastjórnun. Síðan tekur við róleg uppbygging þar til fyrri afkastagetu er náð.

Síðustu 10 dagana hef ég því lítið verið á saumastofunni, hef saknað hennar ótrúlega mikið. Ég hef samt verið svo heppin að ég hef getað setið af og til og þá tók ég fram prjónana og prjónaði legghlífar fyrir hana Maríu mína. Ef þú biður fallega í athugasemdum hér að neðan, þá gæti ég sett inn uppskrift fljótlega 🙂

legghilfarlegghilfar_blóm

Fljótlega eftir að ég komst á fætur og fór að hreyfa mig, fór ég að sauma. Það er alltaf að aukast hjá mér viðgerðir og breytingar á fötum – sem er æðislegt. Ég fékk t.d. skyrtu um daginn og var beðin að víkka hana… Hvernig víkkar maður þegar efnið er ekki til staðar? Jú, ég bæti öðru efni inn. Skyrtan var úr tvenns konar efni, annað var siffon og siffon á ég til þannig að ég sneið til lengjur og setti þær inn í hliðarnar á skyrtunni – það kom svona líka vel út.

vikka_skyrtu skyrta_ready

Síðan er ég byrjuð að sauma fermingarkjólinn fyrir Freyju Ósk, dóttluna mína. Nema hvað síðast sagði ég frá sníðuninni. Hér eru nokkrar myndir, mér fannst svo sniðugt að nota kalkipappírinn þegar ég var að sníða. Ég hef lengi notað bara krít en mamma notaði alltaf kalkipappír. Hann er nú meiri snilldin og ég held ég noti bara ekki krít framar þegar ég er að sníða úr blöðum. Freyja Ósk fann snið í Burda – ég sýni ykkur það seinna – og með því að nota kalkipappírinn þá prentast báðum megin á efnið. Ég braut efnið saman, lagði kalkipappírinn bæði undir og ofan á efnið og síðan sniðið þar ofan á…

burda_kalk2 burda_kalk burdakjoll_kalki burda_snid

Það þarf auðvitað að passa að efnið sé jafnt inni í þessu öllu en þegar það er græjað þá er bara að rúlla með t.d. þessu eðaltæki hér að ofan. Þannig skrifar maður allar merkingar á efnið – á báðar hliðarnar. Kalkipappírinn er fyrst og fremst notaður þegar maður sníður stykki sem er brotið í miðjunni, eins og t.d. efri hluti framstykkis – þar eru brjóstsaumar sem er mikilvægt að teikna á réttan stað á efninu.

Þegar búið er að teikna og klippa þá lítur stykkið svona út…

burdakjoll_snid1 burdakjoll_snid

Þá er eftirleikurinn auðveldur, sauma þar sem línan er 🙂

Meira ætla ég ekki að segja frá fermingarkjólnum í bili 😉

Mér tókst svo að koma saman einni kápu, ég var reyndar búin að sníða hana áður en bakið sagði stopp þannig að verkið var hálfnað. Ég er lengi búin að vera að hugsa um yfirhafnir og ullarefni og þegar afmæli Svövu frænku var að koma þá ákvað ég að gera eina kápu handa henni. Ég notaði enn einu sinni sniðið sem ég talaði um í fyrra bloggi – ég bara breytti því með því að stytta ermar, þrengja hálsmál og sitthvað fleira 🙂 Síðan fóðraði ég ullarkápuna með öðru efni, hérna notaði ég bómullarefni sem Svava frænka átti en var hætt við að nota.

kápasa_fodurkápasa kápaopin

Takk fyrir mig 🙂

Ein athugasemd á “Margt smátt…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s