Óflokkað

…og tíminn flaug

saumamyndÓ mæ, ó mæ hvað tíminn hefur flogið frá mér – það eru tæpar tvær vikur síðan ég setti inn færslu! Síðasta vika var mjög annasöm enda loksins komin á skrið og með fulla orku eftir flensuna. Hamagangurinn kostaði mig svo tveggja daga þreytu – en það er kostnaðurinn við að fara framúr sjálfri mér og kroppnum 🙂

Yfirleitt skipti ég tímanum mínum á saumastofunni jafnt milli Ragga – það er gaurinn sem stýrir fyrirtækinu sem ég sauma fyrir – og minna eigin saumaverkefna. Ég er oftast 1-3klst á saumastofunni á dag, allt eftir því hvað kroppurinn leyfir mér. Ég notaði hins vegar nánast alla vikuna í að sauma fyrir Ragga enda komin með  verulegt samviskubit yfir framleiðslunni hjá mér…eða skort þar á. Lúffur úr íslenskri ull voru á dagskrá.

Ég fæ lúffurnar sniðnar, ég sauma þær saman og sauma svo flíslúffu til að setja innan í. Svona leit sníðaborðið mitt út…

luffur1     luffur3…og svo þróaðist það í þetta

luffur5    luffur4

Þegar lúffurnar eru komnar saman, treð ég flísinni inn í ullina, síðan sauma ég flísina fasta og set snúru – svona til að hafa yfir hálsinn svo maður týni ekki lúffuni sinni.

luffur_hruga    luffur6

Samtal urðu þetta 28 pör af lúffum – nokkuð ánægð með vikuskammtinn 🙂 Lúffurnar fara svo út í verslanir og verða seldar þar, ég er ekki að selja þær sjálf.

luffur2

Takk fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s