Óflokkað

Hugleiðing

saumavelMér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa uppgötvað þessa getu mína til að sauma. Ég hef eins lengi og ég man eftir mér, haft áhuga á líkamanum; hvernig hann lítur út, hvers vegna hann lítur út eins og hann gerir, mismunandi líkamsgerðir og svo auðvitað, hvernig hann virkar. Í mörg ár var líkamsræktin efst á líkamsáhugasviðinu, ég stundaði íþróttir af miklum móð, vissi hvernig gott var að næra kroppinn og hvernig hann brást við líkamlegu álagi. Ég lærði að verða íþróttakennari og kenndi þolfimi í nokkur ár. Ég var svo byrjuð í einkaþjálfaranámi hjá Fimleikafélagi Danmerkur og hugði á langt og árangursríkt starf innan þess geira.

Örlögin gripu hins vegar í taumana, með tímanum fjaraði íþróttabröltið út og áhugi á annarri starfsemi líkamans tók við. Í dag elska ég að „skoða“ fólk, velta fyrir mér mismunandi líkamsgerðum og finnst gaman að sjá hvernig hver líkamsgerð hefur sínar fallegu hliðar             _MG_0009

Með saumaáhuganum læri ég svo alltaf eitthvað nýtt í sambandi við hvaða snið henta hverjum kroppi

_MG_0007 _MG_0006

Upphaflega saumaði ég bara á sjálfa mig og var svo þakklát fyrir þá getu. Mér finnst gaman að vera öðruvísi og er ein af þeim sem á oft erfitt með að finna föt á mig í búðum. Þau eru ýmist of þröng yfir lærin eða of víð í mittið, skálmar/ermar of stuttar og síðast en ekki síst, mittið á röngum stað! Það var því mikið gaman að geta saumað fötin á mig sjálf.

_MG_0005 1Burdablöðin voru bestu saumavinir mínir í byrjun, var áskrifandi af þýsku útgáfunni og þannig lærði ég að taka upp snið…

_MG_0006_MG_0016

Í dag geri ég mín eigin snið, er nú samt ekki búin að meistra það að mæla upp og búa til þannig snið – en eins og tískan er í dag, þá teikna ég sniðin mín sjálf 🙂

_MG_0026 1 _MG_0027

Ég fylgist smávegis með tískustraumum á Burdastyle.com og svo finnst mér gaman að skoða Tinker Taylor. Annars finnst mér skemmtilegast að vera öðruvísi en aðrir og er alfarið á móti hjarðhegðun hjá fólki, hvort sem er í fatavali eða heimahönnun.

_MG_0023 3

Draumurinn er að hanna og búa til mín eigin „alvöru“snið, þ.e. snið þar sem tekin eru mál af kroppnum og sniðið teiknað eftir þeim. Ég skrifaði um Lutterloh aðferðina um daginn og næsta skref er Pfaff…

_MG_0001 _MG_0002 1Þessa dásemd átti systir mín, ég fékk hana svo eftir hennar dag, en í þessu eru sem sagt komplett leiðbeiningar að því, hvernig maður tekur kroppsmál og býr til snið

– hlakki, hlakki til 🙂

Þangað til mun ég njóta þess að búa til eitthvað fallegt, úr því sem ég á og með þeim aðferðum sem ég kann – með ást og umhyggju, fyrir alla þá sem njóta vilja!

_MG_0017 1 _MG_0014 1 _MG_0010 _MG_0003

ullfjolarenni

litlasaumastofan2

saumabord

Góðar stundir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s