Óflokkað

Að sauma gardínur

Jæja, er nú eitthvað að flækjast með uppsetninguna – alltaf að læra 🙂 Það er ekki meiningin að vera með sérstakt fróðleikshorn, heldur bara setja inn svona þegar verkefnin bjóða uppá lýsingu. Hver veit, kannski breyti ég þessu aftur, það kemur bara í ljós 🙂

Skvísuna mína vantaði gardínur fyrir gluggann hjá sér og við skunduðum í Ikea og keyptum þar efni á góðu verði. Svona lítur glugginn út, ekki alveg hefðbundinn en það stoppar mann ekkert 🙂

056

Ég eiginlega áætlaði bara að hallinn á loftinu væri ca 45 gráður, klippti efnið þannig og hugsaði með mér að það myndi örugglega ekki skipta máli þótt  efnið væri ekki nákvæmlega jafnbratt og loftið. Ég vildi hafa gardínurnar rykktar þannig að ég áætlaði mun breiðara efni en glugginn var sjálfur. Efnið reyndist svo vera 1m á breidd þannig að ég notaði það.

Ég byrjaði á því að falda alla kanta sem gátu hugsanlega raknað upp, braut bara smávegis uppá efnið…

019

því næst faldaði ég gardínuna að neðan. Við mæðgurnar vorum búnar að mæla hvað gardínurnar áttu að vera síðar og ég setti 15cm fald…

021Það er nú held ég bara smekksatriði hvað faldurinn er breiður, mér finnst flott að hafa breiðan fald á gardínum, hann þyngir aðeins efnið og þær falla betur finnst mér.

Þá var bara eftir að setja gardínuborðann – já, glugganum fylgdi kappi til að setja gardínurnar uppá, svona gamaldags 🙂 Flestar gardínur í dag eru bara með kósum eða faldi til að renna upp á stöng…

Þegar settur er gardínuborði er gott að hafa ýmislegt á bak við eyrað,

– hvernig borðinn á að snúa…

024

Öðrum megin eru snúrur í aðalhlutverki, þær þræðast gegnum borðan eftir honum endilöngum – það á að snúa inn að efninu! Hinum megin eru nefnilega hólfin til að renna hjólunum uppá. Þetta finnst mér voða mikilvægt því það er sko ekki gaman að vera búin að sauma allt fast og finna svo ekki götin fyrir hjólin 🙂

Þá er að koma borðanum á gardínuna – grundvallaratriði er að setja hann á rétta hlið á efninu – híhí.

023

– Gott að brjóta uppá endann svo hann fari nú ekki að rakna upp. Ég setti borðann alveg á brúnina á efninu, gardínukappinn felur efsta hlutann á gardínunni og því er betra að hafa sem minnst efni þar. Ef toppurinn á gardínunni sést, þá getur verið flottara að hafa smá brún ofan á borðanum.

– Ég vildi rykkja borðann og þá verður að opna fyrir snúrurnar góðu sem eru þræddar eftir öllum borðanum. Þegar ég klippti endann á borðanum þá passaði ég að eiga lengri snúrur því ég toga í þær til að rykkja borðann þegar ég er búin að sauma hann fastann.

029 032

Þá er bara að sauma borðann fastan. Ég saumaði allan hringinn, uppi og niðri og báðar hliðar. Passa bara að sauma ekki snúrurnar fastar 🙂

036 039Þegar borðinn er kominn á, kræki ég hjólunum uppá borðann.

044 045048Myndirnar tala svo sem sínu máli en mamma, gardínusaumakona, setti hjólin svona á; þræddi ofaní borðann og snéri svo upp og læsti. Það eru örugglega margir sem þræða bara beint upp og það er örugglega allt í besta lagi með það. Ég setti frekar fá hjól upp á gardínuna því ég ætla að rykkja efnið. Það er líka alveg hægt að rykkja með því að nota hjólin, þá þræðir maður eitt hjól í tvo borða, sem hafa smá bil á milli sín.

Svona gerði ég þetta

050 052

Þegar ég var svo búin að setja gardínurnar í gluggann, rykkti ég eins og ég vildi hafa þær og batt svo bara hnút á endann á snúrunni. Þannig get ég breytt þeim seinna ef ég vil, t.d. ef ég vil hafa fleiri hjól og rykkja með þeim eða bara minnka rykkinguna. Ég lét snúrunar vera opnar veggmegin á gardínunum því þá sjást þær síður. Það er alveg hægt að sauma snúrurnar fastar og klippa þær af þegar búið er að rykkja eins og óskað er.

Svona lítur svo glugginn út með gardínurnar komnar 🙂

060            Skemmtilegt verkefni 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s